Naglaskóli Öllu Akureyri

Naglaskóli Öllu Akureyri

Venjulegt verð498.000 kr
/
VSK er innifalinn. Sendingarkostnaður er reiknaður í lokin.
  • Lítið eftir á lager - 10 vörur eftir
  • Birgðir á leiðinni

 

Naglaskóli Öllu

 Grunnnámskeið Gel & Pro press

Mitt markmið í skólanum er að bjóða uppá persónulega, faglega og skemmtilega kennslu. Einnig fá allir nemendur góðan stuðning og gott utanumhald eftir námið.

Ég (Alla kennarinn og eigandi) er með 17 ára reynslu í nöglum og 13 ára reynslu í kennslu og hef haldið ótrúlega mörg námskeið á þeim árum. Mín ástríða liggur í kennslunni. Það er fátt sem fyllir mig meira af stolti og þakklæti en að fá að deila minni reynslu og þekkingu til nemanda og sjá þá vaxa og dafna sem naglafræðinga og tala nú ekki um að fá að fylgja þeim áfram í naglalífinu.

 

Námskeiðið er kennt á tveim helgum

föstudag kl 12-17

laugardag kl 10-16

sunnudag kl 10-16 

 

Á námskeiðinu er farið yfir :

Bóklegt efni.. sýkingar-sótthreinsun og fl, 

Undirbúning náttúrulegu naglarinnar

E-manicure sem er ítarleg naglabandavinna með naglaslípivél 

Ásetningu/ lenging með formum

Gel og pússvinna

Gellökkun og French manicure

Lagfæringu og hvernig við fjarlægjum efnin af nöglinni 

Biab neglur

Skraut 

Pro press neglur=NÝTT OG SPENNANDI

 

Verð á námskeiðinu 498.000kr 

Innifalið:

Kennslugjald

Rafrænt kennsluefni

Mjög veglegur vörupakki sem inniheldur öll raftæki, efni og áhöld sem þarf til

Grúbba á facebook

Aðgangur að kennara á meðan námið er og eftir námið

Diploma/skírteini.

 

Greiðsluleiðir:

Visadreifing

Netgíró

Pei

Staðgreiðsla með millifærslu.

Kvittun er send á email við greiðslu sem hægt er að fara með til stéttarfélags og fá hluta endurgreiddann.

 

 Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt ítarlegri upplýsingar.

 Hlýjar kveðjur Alla

Við sendum heim að dyrum, á næsta pósthús eða í póstbox að þínu vali.

This site is protected by hCaptcha and the hCaptcha Privacy Policy and Terms of Service apply.

Þú gætir líka haft áhuga á þessu