Naglaskóli Öllu

Naglaskóli Öllu hefur verið starfræktur síðan 2011. Rúmlega 500 nemendur hafa útskrifast og enn fleiri munu vonandi bætast við.
Okkar markmið er að bjóða uppá faglegan, góðan og skemmtilegan naglaskóla. Við erum uppfull af þekkingu sem við getum ekki beðið eftir að deila til þín. Við erum dugleg að sækja námskeið og bæta enn frekar við okkur því að jú VIÐ LÆRUM SVO LENGI SEM VIÐ LIFUM.


Við erum dugleg að fylgjast með nýjungum og því sem er framundan í naglaheiminum. Tímarnir breytast hratt og neglurnar með.
Við erum með facebook grúbbu fyrir hvern hóp svo að við náum að halda sem best utan um nemendurnar okkar. Við setjum þar inn allt kennsluefni, miðlum upplýsingum og fleira skemmtilegt.
Það er einnig facebook grúbba sem heitir Nemendur Öllu og þar set ég inn öll námskeið og ný efni og kem með tilkynningar. Þannig að engin missir af neinu.
Það sem skiptir líka rosalega miklu máli er eftirfylgni, þó að skólinn sé búin þá verð ég alltaf kennarinn þinn og leiðbeinandi. Ég er og verð alltaf til staðar fyrir þig. Fyrir mér er minn naglaskóli persónulegur, mínir nemendur verða pínu eins og litlu börnin mín sem fara aldrei að heiman. Ástríðan mín fyrir skólanum og því sem ég stend fyrir er einlæg og traust.

Einkenni skólans er:

ÁSTRÍÐA-METNAÐUR-TRAUST-DUGNAÐUR OG SKÖPUNARGLEÐI


Naglaskólinn býður uppá allskonar námskeið en við byrjum alltaf á að taka Grunnnámskeiðið á Gelið. Við leggjum mikinn metnað í að kenna réttan undirbúning á náttúrulegu nöglina, sótthreinsun og sýkingar. Mitt mottó er að GRUNNVINNAN skiptir mestu máli.
Eftir grunnnámskeiðið í Geli er hægt að bæta við sig fullt af litlum námskeiðum og bæta við þjónustuna sem þú ætlar að bjóða uppá.
Það skiptir miklu máli að vera dugleg/ur að taka námskeið, kynna sér nýjungar og vera með í ferðinni. Auðvelt er að festast í sama örugga farinu en þá eru líkur á að þér fari að leiðast vinnan þín. Ég mæli með einu nýju námskeiði á ári allavega. Á hverju námskeiði sem þú ferð á þá færðu líka smá upprifjun á því sem var kennt í skólanum.


Námskeið sem við munum bjóða uppá eru :
Akríll 3 dagar
E-Manicure 1 dagur
Pro Press fyrir naglafræðinga 1 dagur
Salon shape 2 dagar
Biab 1 dagur
Lagfæring 1 dagur
Endurmenntun 3 dagar
Samfélagsmiðlar ½ dagur
Skraut 1 dagur
Akríl skraut 1 dagur

Og aldrei að vita nema fleiri námskeið poppi inn

En það nýjasta nýtt hjá okkur er :
PRO PRESS grunnnámskeið 3 dagar (Þú þarft ekki að vera naglafræðingur til að fara á þetta
námskeið)
Kennt verður á Anatomyuna-sótthreinsun-sýkingar og frábendingar
Ásetning Pro Press toppa
Þjölun
Gellökkun
Myndataka
Lagfæringu og einnig hvernig við fjarlægjum af með Gel Off efninu okkar.

Öll námskeiðin okkar eru hönnuð af Manicure company og Öllu.
Skírteini er afhent eftir hvert námskeið.


PRÓF
Verklegt próf er í grunnnámskeiði í Geli
Bóklegt próf er í : Grunnnámskeið í Geli- Grunnnámskeið í Pro Press- Akríl -Endurmenntun

 

Kennari:

Aðalheiður Halldórsdóttir, Eigandi Manicure Iceland

Naglaskóli Öllu

Lærðu af þeirri bestu