- Til á lager, tilbúið til sendingar
- Birgðir á leiðinni
Endurmenntun
Menntun er máttur.
Við bjóðum naglafræðingum að koma til okkar og fá upprifjun og mögulega fá nýja þekkingu í safnið sitt.
Það skiptir miklu máli að bæta við sig kunnáttu og efla færnina svo að við stöðnum ekki og verðum leið á vinnunni okkar líka til að bjóða uppá meira úrval fyrir viðskiptavininn.
Aðferðirnar breytast með tímanum og sem betur fer er alltaf verið að finna uppá einhverju nýju og skemmtilegu í naglaheiminum fyrir okkur.
Okkar markmið er að kenna þér á það nýjasta og skemmtilegasta sem er á markaðnum.
Námskeiðið eru 2 dagar Laugardagur kl 10-16 Sunnudagur kl 10-16
Nemendur fá Diplomu/skírteini í lok námskeiðs
Farið er yfir: Bóklegt efni Sótthreinsun, sýkingar og fl E-manicure Undirbúningur náttúrulegu naglarinnar Ítarleg formavinna með lengingu Gel og pússvinna Gellökkun/french Lagfæring Skraut
Verð á námskeiði: 150.000kr
Innifalið: Kennslugjald Rafrænt kennsluefni Inneign fyrir 50.000kr Grúbba á facebook Diploma/skírteini
Nemendur koma með sín efni en hafa tök á að versla með 10% afslætti ef þeir vilja
Greiðsluleiðir: Vísadreifing Netgíró Pei Staðgreiðsla með millifærslu Kvittun er send á email við greiðslu sem hægt er að fara með til stéttarfélags og fá hluta endurgreiddann.
Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt ítarlegri upplýsingar.
Hlýjar kveðjur Alla
Við sendum heim að dyrum, á næsta pósthús eða í póstbox að þínu vali.